Spjaldtölvuverkefni Kópavogsbæjar

Öpp og vefsíður til nota í námi og kennslu.

Um síðuna

Þessi síða er hluti af spjaldtölvuverkefni Kópavogsbæjar og hér má finna ýmiskonar öpp sem hægt er að nota í skólastarfi. Í flipanum Almenn öpp eru öpp sem hægt er að nota þvert á námsgreinar en hér hægra megin eru öpp sem eru sniðin að einstaka námsgreinum.Lærum

Þess ber að geta að breyttir kennsluhættir snúast aldrei um öppin og hvað þau gera. Breyttir kennsluhættir snúast fyrst og fremst um að nýta tæknina til að gera nám, menntun og kennslu merkingarbærari og fjölbreyttari. Öppin eru fyrst og fremst stuðningstæki eða vörður á þeirri leið. App sem slíkt er ekki forsenda breyttra kennsluhátta. Forsenda breyttra kennsluhátta er að kennarar komist úr fastmótaðri hugsun um kennsluhætti. Þegar sá árangur næst má gera róttækar breytingar. Breytingar sem í stuttu máli má greina í sex þrep. Þau eru: í fyrsta lagi upplifir kennarinn óljósan en vaxandi skilning varðandi notkun og möguleika, í öðru lagi á sér stað lærdómsferli, í þriðja lagi vex skilningur á möguleikum og notkun, í fjórða lagi vex þekking og sjálfstraust varðandi notkun, í fimmta lagi fer kennari að beita nýfenginni þekkingu undir breyttum kringumstæðum og nýjum viðfangsefnum og í sjötta og síðasta lagi fer kennarinn að fara nýjar slóðir með frumlegum og skapandi hætti.

Auglýsingar